Gamlar dorg græjur
Dorgveiðin hefur víða gengið vel í vetur og margir fengið fiska á dorg. Á Mývatni byrjaði veiðin fyrr en venjulega og það fengust fiskar, mest þó í netin. En fátt er skemmtilegra en að dorga fyrir fisk að vetri til og finna fiskinn taka agnið.
Græjurnar hafa breyst mikið í gegnum tíðina en þessar á myndinni eru græjur sem voru notaðar á Mývatni fyrir mörgum árum og þau gáfu vel af fiski. Frábærlega hannað og hinar bestu græjur fyrir veiðimenn á dorgi. Núna er þetta orðið kannski aðeins öðruvísi og léttari dót.
Fleiri og fleiri stunda dorg með hverju árinu sem líður en svona græjur nota víst ennþá, einn og einn, höfum við fétt. Þá helst norðan heiða.
Umræða