Á meðan að stríðið í Úkraínu hefur verið í gangi, hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti haldið því fram að allt hafi gengið eins og áætlað var. – Öll markmið sem voru sett, séu leyst eða þeim náð með góðum árangri. Það hefur hann ítrekað sagt. Núna sex vikum síðar, viðurkenna Kremlverjar í fyrsta sinn að Rússar hafi orðið fyrir „verulegu tjóni“ vegna innrásarinnar.

Rússnesk yfirvöld hafa, ólíkt úkraínskum stjórnvöldum, verið afar fáfróð um afdrif rússneskra hermanna sem berjast í Úkraínu. Aðeins tvisvar hafa þeir gefið upp tölur um fjölda látinna hermanna: 2. mars, þegar þeir fullyrtu að talan væri 498, og 25. mars, þegar þeir tilkynntu um 1351 látnar hermenn. Á sama tíma taldi NATO hins vegar að á milli 7.000 og 15.000 rússneskir hermenn hefðu líklega fallið í stríðinu.
Á fimmtudag tjáði talsmaður Pútíns, Dmitry Peskov, sig hins vegar um ástandið aftur.
,,Við höfum orðið fyrir verulegu mannfalli. Þetta er gríðarlegur harmleikur fyrir okkur, sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimirs Pútíns, í viðtali við Sky News á fimmtudagskvöldið. Þó Peskov gefi ekki upp nákvæman fjölda látinna hermanna, er það í fyrsta sinn frá því stríðið braust út sem Kremlverjar viðurkenna tap. Jafnframt leggur talsmaður Kreml áherslu á að mikið tap Rússa muni hafi ekki áhrif á úrslit stríðsins.
Vandamál með lík af hermönnnum

Úkraínuher segist hafa drepið nærri 20.000 rússneska hermenn og í lok mars sögðu yfirvöld að það væri farið að hrannast upp af rússneskum líkum á götum úti. ,,Rússnesk lík eru mikið vandamál, þau eru þúsundir. Rússar munu ekki taka líkin. Ég veit reyndar ekki hvað ég á að gera við þá á næstu vikum.“ Sagði ráðgjafi innanríkisráðherra landsins, Viktor Andrusiv, við CNN.
Ríkisstjórnin hefur áður haldið því fram að Rússar séu með færanlegar líkbrennslur til að fela tap eigin hermanna, svo að þeir komi ekki heim í kistum, heldur sé þeirra saknað. ,,Þeir munu ekki sýna fjölskyldunum í Rússlandi líkin. Þeir vilja ekki segja mæðrum að synir þeirra séu að deyja hér,“ sagði Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu.
Discussion about this post