Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag lónar grunn lægð úti fyrir suðausturströndinni. Henni fylgir dálítil úrkoma á sunnanverðu landinu, ýmist snjókoma eða rigning. Í öðrum landshlutum verður skýjað að mestu og lítilsháttar él á víð og dreif. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost á Norðausturlandi.
Á morgun er spáð austan 3-8 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él eða skúrir sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi og frost 0 til 5 stig. Spá gerð: 09.04.2024 06:45. Gildir til: 10.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 5-13 m/s í dag. Dálítil snjókoma eða rigning á sunnanverðu landinu, en skýjað og lítilsháttar él annars staðar. Hiti 0 til 6 stig að deginum, en vægt frost á Norðausturlandi.
Austan 3-8 á morgun, en 10-15 syðst. Dálítil él eða skúrir sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi og frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 09.04.2024 05:32. Gildir til: 10.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s og rigning, slydda eða snjókoma, en hægari og úrkomuminna sunnantil síðdegis. Vægt frost í innsveitum norðaustanlands, en allt að 7 stiga hiti yfir daginn syðra.
Á föstudag:
Norðan og norðaustan 8-13 og víða dálítil snjókoma eða él, en slydda við suðurströndina. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og snjókoma á köflum, einkum sunnanlands. Kalt í veðri.
Á sunnudag:
Norðlæg átt og dálítil él austantil, en léttskýjað um landið vestanvert. Frost 0 til 10 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðvestanátt með éljum, en þurru og björtu veðri á sunnanverðu landinu. Áfram kalt.
Spá gerð: 09.04.2024 07:55. Gildir til: 16.04.2024 12:00.