75 mál bókuð á 12 tímum – Tveir vistaðir í fangageymslu
75 mál voru bókuð á 12 tímum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eða frá kl.17 í gær til klukkan fimm í morgun. Tveir voru vistaðir í fangageymslum.
Maður og kona voru handtekin vegna gruns um fíkniefna -og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hald var lagt á ýmis efni og peninga. Bæði voru laus að lokinni skýrslutöku. Þá voru innbrot, húsbrot, slagsmál, fíknefna- og ölvunarakstursbrot á meðla þeirra fjölmargra verkefna sem lögreglan þurfti að glíma við í nótt að vanda.
Umræða