Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Léttskýjað á vestanverðu landinu, en stöku él norðaustan- og austanlands. Snjókoma á Suðausturlandi fram á morguninn, en rofar síðan til. Hiti 0 til 8 stig í dag, mildast sunnan heiða en frost um mest allt land í nótt. SV 5-15 m/s á morgun, hvassast NV-til. Bjart með köflum, en stöku skúrir SV-lands. Hiti 3 til 10 stig. Spá gerð: 09.05.2020 04:19. Gildir til: 10.05.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8 og léttskýjað í dag, en suðvestan 5-10 og skýjað á morgun. Hiti 3 til 8 stig, en vægt frost í nótt.
Spá gerð: 09.05.2020 04:24. Gildir til: 10.05.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Vestan og suðvestan 5-13 og bjart með köflum, en skýjað V-lands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn.
Á mánudag:
Vestlæg átt 3-10. Rigning eða slydda NV-til og dálítil él NA-lands, annars skýjað og yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 9 stig, en um eða undir frostmarki á NA-verðu landinu.
Á þriðjudag:
Vestan gola og skýjað en úrkomulítið. Hiti 1 til 10 stig, mildast SA-lands.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt og skýjað, hiti 5 til 11 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt, dálítil væta öðru hverju og milt veður.