-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Fyrsta veiðiferð sumarsins hjá FUSS

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fyrsta veiðiferð sumarsins hjá FUSS, félagi ungra í skot- og stangveiði var í Austurbakka Hólsár þar sem 12 félagsmenn komu saman og skemmtu sér vel. Aðstæður voru krefjandi og landaðir fiskar voru tveir, þrátt fyrir litla veiði þá vantaði ekki uppá áhugann eða stemminguna.

Flestir voru í sinni fyrstu FUSS veiðiferð, félagið hefur skipulagt nokkrar veiðiferðir á árinu og þar má nefna Tungufljót, Þingvelli, Eldvatn og Arnarvatnsheiði. Félagsmönnum fjölgar ört og má búast við því að fleiri ferðir bætist við.

Hópurinn sem fór saman í Hólsá hefur ákveðið að kaupa annað holl í Hólsá á betri tíma í september þar sem þeim fannst svæðið heillandi í fallegu umhverfi og sjálfsmennsku veiðihús sem er til fyrirmyndar.