• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Er mygla í húsnæði vandamál hérlendis?

Konur hafa meiri áhyggjur af myglu en karlar

ritstjorn by ritstjorn
9. maí 2023
in Fréttir, Innlent
0
Er mygla í húsnæði vandamál hérlendis?
Share on FacebookShare on Twitter

Töluverð umræða hefur skapast undanfarin misseri um myglu í húsnæði víða um land. Hún hefur fundist í ýmiskonar húsnæði, á vinnustöðum, heimilum og skólum. Áhrifin er margvísleg og því miður kenna sumir sér meins þegar þeir hafa komist í snertingu við myglu. Maskínu lék því forvitni á að vita hversu stór hópur hérlendis telur sig hafa komist í snertingu við myglu undanfarið og hvort vert sé að hafa áhyggjur af ástandinu.

Konur hafa meiri áhyggjur af myglu en karlar
Um 20% aðspurðra sögðust telja sig hafa komist í snertingu við myglu að undanförnu og voru karlar þar í meiri hluta. Á bilinu 22–23% karla sögðust telja það en 17–18% kvenna. Þessu er öfugt farið þegar spurt var um hvort þátttakendur hefðu áhyggjur af tilvist myglu, en þær niðurstöður sýna að konur hafa í mun meiri mæli miklar áhyggjur af myglu. Um 45% kvenna sögðust hafa miklar áhyggjur en aðeins 27–28% karla. Á heildina litið höfðu um 36% svarenda miklar áhyggjur af myglu en um 30% litlar.

Breytileiki eftir aldri
Þá sýndu niðurstöðurnar einnig að fólk yngra en fertugt hafði helst komist í snertingu við myglu. En 22–25% svarenda á aldrinum 18–39 sögðust hafa komist í snertingu við myglu sem var nokkuð fleiri en hjá þeim eldri. Til samanburðar voru fæstir sem töldu sig hafa komist í snertingu við myglu meðal 60 ára og eldri eða um 15%.

Ítarlegri niðurstöður er að finna í pdf-skýrslu hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 2.043, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 25. nóvember til 2. desember 2022.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Discussion about this post

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?