Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag og á morgun er víðast hvar hægviðri en útlit fyrir vestan 5-10 m/s norðvestast á landinu á morgun. Dálítil rigning eða súld en þokuloft úti við sjávarsíðuna. Á morgun brotnar svo heldur upp á Suðausturlandi og ætti að sjást til sólar þar. Áfram verður fremur hlýtt sunnan jökla, hiti að 15 stigum en öllu svalara norðantil, hiti yfirleitt á bilinu 5 til 12 stig. Á fimmtudags eftirmiðdag þá er von á skilum frá lægð sem stödd er við Nýfundnaland í dag og gengur þá í sunnan strekking með rigningu á Suður- og Vesturlandi.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og dálítil rigning eða þokusúld með köflum, en þokuloft úti við norður- og austurströndina. Vestlæg átt, 3-8 m/s og víða lítilsháttar væta á morgun, en bjart með köflum á Suðausturlandi. Úrkomuminna er líður á daginn. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Spá gerð: 09.05.2023 21:28. Gildir til: 11.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vaxandi suðaustanátt, 8-13 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið, en hægara og bjartviðri á Norðausturlandi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á föstudag:
Suðlæg átt, víða 5-13 m/s og rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum vestantil seinnipartinn. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á laugardag:
Suðlæg átt, rigning með köflum og áfram fremur milt veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir skammvinna norðanátt, með rigningu eða jafnvel slyddu, einkum norðantil og kólnandi veðri.
Á mánudag:
Vestlæg átt, skúrir eða slydduél og fremur svalt. Fer að rigna vestantil með kvöldinu.
Á þriðjudag:
Líklega suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 09.05.2023 19:51. Gildir til: 16.05.2023 12:00.
Discussion about this post