Hagnaður tryggingafélagsins VÍS fyrir skatta verði um 3.300 milljónir króna í ár
Útlit er fyrir að afkoma VÍS verði rúmum 600 milljónum hagstæðari en afkomuspá tryggingafélagsins gerði ráð fyrir skv. tilkynningu frá tryggingafélaginu sem birt var á vef Kauphallarinnar í gær.
Þar kemur fram að drög að árshlutauppgjöri bendi til þess að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi fyrir skatta verði á bilinu 1.400-1.450 milljónir króna, en afkomuspá félagsins hafði gert ráð fyrir hagnaði fyrir skatta upp á 814 milljónir króna á tímabilinu.
Áætlar tryggingafélagið að hagnaður ársins 2019 fyrir skatta verði um 3.300 milljónir króna.
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort að tryggingafélagið hyggist lækka iðgjöld sín en eins og Fréttatíminn hefur áður bent á, greiða íslendingar a.m.k. tvöfalt og þrefalt meira fyrir sínar bílatryggingar en fólk t.d. á Norðurlöndum.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/08/14/fjarmalaeftirlitid-stydur-otharfa-ofur-haekkanir-a-bilatryggingum-sem-eru-langt-umfram-verdlag/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/08/25/neytendur-greidi-fyrir-tap-a-braski-tryggingafelaganna-uppsafnadur-botasjodur-i-ard-til-hluthafa/