Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en það var flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina. Ferðaþjónustuþyrla frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki. Öðrum viðbragðsaðilum var í kjölfarið snúið við.
Umræða