Flugmaður og tveir farþegar úrskurðaðir látnir á vettvangi
Flugvélin fannst við Sauðahnjúka milli Hornbryggju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Flugmaður og tveir farþegar flugvélarinnar voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi.
Landhelgisgæslu bárust boð úr neyðarsendi flugvélarinnar klukkan 17:01. Viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir til og leitað var bæði úr lofti og af landi, segir í tilkynningunni. Um tveimur tímum síðar fannst vélin við Sauðahnjúka.
Lögreglan á Austurlandi fer með rannsókn málsins og rannsóknarnefnd samgönguslysa í samræmi við lög þar um. Rannsókn er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða