Hér fyrir neðan eru helstu mál LRH 17:00 – 05:00. Listinn er ekki tæmandi.
- Lögreglustöð 1
Tilkynnt um aðila sem neituðu að yfirgefa gistiheimili í hverfi 101. Aðilunum vísað út af lögreglu án vandræða.
Tilkynnt um rúðubrot í verslun í hverfi 108. Lögregla sinnti en gerandinn reyndist vera farinn af vettvangi.
Tilkynnt um aðila að ónáða fólk á veitingastað í hverfi 105. Aðilanum vísað út af lögreglu án vandræða.
- Lögreglustöð 2
Ökumaður handtekinn í hverfi 221 grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Ökumaður færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í hverfi 210 og mega ökumenn eiga von á sekt.
Skráningarmerki tekin af einni bifreið.
- Lögreglustöð 3
Tilkynnt um tvo grímuklædda og grunsamlega aðila á rafhlaupahjólum í hverfi 200. Lögregla sinnti og reyndist þetta vera tveir menn að tína upp dósir og flöskur.
Tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í hverfi 111. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.
- Lögreglustöð 4
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110. Ein bifreið hafnaði utan vegar við Rauðavatn og varð bifreiðin alelda. Einn aðili fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Ökumaður handtekinn í hverfi 112 grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ávana- og fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum sínum. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Ökumaður handtekinn í hverfi 110 grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaður færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.