Nýr bæklingur er nú í dreifingu og m.a. á netinu þar sem að skorað er á forsætisráðherra að kosið verði um orkupakkann. Neðst í bæklingnum má finna tilvísun á facebooksíðu sem ber nafnið: Við sem setjum Like á þessa síðu skorum á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að setja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur áður verið greint frá því að flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú að safna 5000 undirskriftum til þess að krefjast kosninga á næsta Miðstjórnarfundi flokksins um orkupakkana.
,,Þingið vinnur í umboði þjóðarinnar og eru flokkar kosnir eftir þeim málefnum sem þeir setja fram fyrir kosningar. Þegar þingmenn ætla beinlínis að ganga gegn stefnuskrá sinni er óásættanlegt annað en að þjóðin fái að kjósa um málið enda er það hún sem þingið á að þjóna en ekki öfugt.
Lýðræðið er ein af grunnstoðum samfélagsins, það verður umfram allt að virða. Því biðjum við þig, Katrín Jakobsdóttir, um að leggja orkupakkann í hendur þjóðarinnar og styrkja stoðir lýðræðisins í stað þess að hola úr þeim.“
Umræða