Einungis 14% segjast ánægð með núverandi útfærslu á kvótakerfinu og 64% telja að lýðræðinu stafi ógn af kerfinu, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði, í júlí 2021.
Alda hefur lagt til í aðdraganda þingkosninga að kvótakerfið verði lagfært í tveimur skrefum á komandi kjörtímabili, fyrst með óháðri úttekt á kerfinu og síðan með vönduðu þátttökulýðræðisferli í kjölfarið sem myndi ljúka með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í könnun MMR segjast 56% aðspurðra fylgjandi lýðræðisleiðinni, en 25% andsnúin.
Nokkrir punktar úr könnuninni:
- Mest óánægja er með núverandi útfærslu kvótakerfisins hjá ungu fólki, en einungis 8% í hópi 18-29 ára segjast ánægð, en 74% óánægð.
- Mest ánægja með núverandi útfærslu kvótakerfisins mælist í hópi stjórnenda og æðstu embættismanna, en 25% þeirra segjast ánægðir með núverandi útfærslu kerfisins.
- Kjósendur Sósíalista (94%), Pírata (93%) og Samfylkingar (88%) eru óánægðastir með núverandi útfærslu kvótakerfisins en kjósendur Sjálfstæðisflokks (44%) og Framsóknarflokks (23%) eru ánægðastir.
- 75% kvenna telja að lýðræðinu stafi ógn af núverandi útfærslu kvótakerfisins.
- Meirihluti kjósenda allra framboða er fylgjandi því að laga kvótakerfið með lýðræðisleiðinni, nema kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks.
Sjá könnun í heild sinni (pdf)
Umræða