Uppfært: Eigandi bakpokans kominn í leitirnar. Erlendur ferðamaður sem skildi bakpokann eftir við ána og fékk sér langan göngutúr.
Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til lögreglu. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund skv. tilkynnanda. Talsvert af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gat gefið til kynna hver væri eigandi.
Ákveðið var að fá sporhund frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, til að fara um svæðið í kringum bakpokann, auk þess sem straumvatnsbjörgunarflokkur frá björgunarsveitinni Árborg var kallaður út til að skoða svæði neðan við Ölfusárbrú. Leit hefur engan árangur borið.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um að nokkur hafi fallið í ána, eingöngu er um varúðarráðstöfun að ræða.
Umræða