Ætlar að einbeita sér að æfingum, nú þegar að tökum á Game of Thrones er lokið
Hafþór Júlíus Björnsson, eða, Fjallið, eins og hann er þekktur fyrir að vera nefndur er í ítarlegu helgar viðtali á norska ríkismiðlinum Nrk. í dag.
Þar er farið yfir aðdraganda þess m.a. hvernig það kom til að hann tók þátt í Game of Thrones. En það kom til á skemmtilegan hátt og Hafþór er sagður hafa haldið að um þvælu væri að ræða þegar að honum var bent á að fara í prufur og hafði engan áhuga á að taka þátt í svona myndum og taldi að um gabb væri að ræða og svaraði ekki tölvupósti um að taka þátt.
Fram kemur að hann hafi verið að vinna árið 2013 í banka sem öryggisvörður, þá 24 ára og hafði þá séð eina seríu af Game of Thronnes. Honum fannst það fráleitt að um alvöru tölvupóst væri um að ræða þegar að nefnt var við hann hvort að hann hefði áhuga á að leika í seríunum enda hafði hann enga reynslu af því að leika í kvikmyndum. Hann vann sem öryggisvörður og í frítama var hann að lyfta þungum hlutum.
Þá er farið yfir það að Hafþór hafi nú klárað að leika í síðustu seríu um Game of Thrones að sinni og að hann hafi verið að vinna þrjár keppnir að undanförnu í kraftakeppnum. Jafnframt eru sýndar myndir af steinum sem að Hafþór er að lyfta á Íslandi og minnst á að Jón Páll Sigmarsson hafi verið sá fyrsti til þess að hljóta titilinn sterkasti maður í heimi.
Hafþór talar vel um Jón Pál Sigmarsson og segir að hann hafi verið fyrirmynd sín og allra annara sem að voru að æfa fyrir kraftakeppnir. Hann byrjaði að æfa í Jakabóli en það var æfingastöð sem að Jón Páll Sigmarsson rak á þessum árum. Svo fer hann yfir matarræðið sitt og hversu mikið af mat hann þarf yfir daginn og almennt um það sem að fylgir því að stunda íþróttina. Viðtalið er í heild mjög áberandi á forsíðu og með talsvert af góðum myndum frá Íslandi og myndbandi af Hafþóri á kraftakeppnum og nokkrar við leik í Game of Thrones.
Hér er hægt að lesa allt viðtalið í heild sinni