2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Hraðpróf eru „drasl“

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Þegar Kári Stefánsson kemur fram og ræðir hinn stóra vanda heimsins í dag sem er Kórónufaraldurinn þá leggja menn við hlustir. Kári er vísindamaður sem hefur tekið þátt í ótal rannsóknum og ritun rannsókaritgerða sem hafa verið birtar í fjölmörgum virtustu vísindaritum á sviði lyfja- og læknisfræði.
Guðmundur Magnússon skrifar

Á bak við Kára er líka teymi þar sem margir af okkar fremstu vísindamönnum á hinum ýmsu sviðum læknisfræðinnar vinna dag hvern að rannsóknum á hinum fjölmörgu veirum er sveima um lífheiminn. Þegar Kári kemur fram þá er hann að sjálf sögðu líka að kynna  sjónarmið þessa frábæra vísindafólks.

Hraðpróf eru „drasl“

Nýverið var Kári spurður á RÚV um hraðprófinn sem ýmsir innan stjórmálageirans og Kerfisins líta á sem allsherjar lausn við þeim vanda að við Íslendinga getum ekki notið samvista á stærri menningarviðburðum og öðrum viðburðum er styðja við félags- og viðskiptalíf. Kári svaraði stutt og laggott „…hraðprófin eru „drasl“.“

Kári hefur rökstutt þessa skoðun sína víðar á opinberum vettvangi. Hann telur þessi próf gefa „falskar væntingar“. Samt eru yfirvöld að panta milljónir prófa sem skattborgararnir greiða og fjöldi opinberra starfsmanna er í óða önn að prófa landsmenn í gríð og erg með þessum „draslprófum“

Lækningaforstjóri heilsugæslunnar lýsti því yfir hróðugur að það væri jafnvel hægt að prófa „…hæglega tíu þúsund manns á dag!“. Mann setur hljóðan. Því fleiri hraðpróf sem eiga að rata  upp í nef og kok hins íslenska skattborgara því glaðbeittari verða forystusauðir kerfisins.

Ætti kannski að senda þá í endurhæfingu upp í Íslenska erfðagreiningu?