Rennsli í Skaftá heldur áfram að lækka og er nú komið niður fyrir 600m3/sek við Sveinstind. Rennsli við Eldvatn við þjóðveg 1 hefur einnig farið lækkandi í nótt.
Enn er þó talsvert í það að rennsli í Skaftá nái jafnvægi og viðbúið er að hlaupvatn muni halda áfram að dreifa úr sér um láglendið á næstu dögum. Þessi mynd er úr eftirlitsflugi sérfræðinga Veðurstofunnar í gær og sýnir hlaupvatn við brúna efst í Skaftárdal.
Nánari fréttir af framgangi hlaupsins er á vefnum: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/hlaup-hafid-i-skafta
Umræða