Kona á sextugsaldri fannst látin í bifreið við hús í Laugardal í gærmorgun, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálfellefuleytið. Hún hélt þegar á vettvang, en konan var látin þegar að var komið.
Tveir karlar á fimmtugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 13. október n.k. Rannsókn málsins er á frumstigi, en hún beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða