Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ragnari Borgþóri Ragnarssyni, 30 ára, en síðast sást til ferða Ragnars við Ásvallalaug í Hafnarfirði kl. 15:30 í dag. Ragnar er klæddur í ljósa peysu og gráa ullarpeysu undir henni.
Hann er í gráum buxum og skær grænum/gulum skóm og með blá/grá röndótta húfu. Ragnar er með dökkt hár og skegg. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ragnars eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.
Umræða