Lögreglan lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára karlmanni frá Lettlandi en síðast sást til hans í Þorlákshöfn fyrr í dag, 08.11. Fyrir liggur framsalsbeiðni frá yfirvöldum í Lettlandi og einnig staðfesting Landsréttar um að framsal skuli fara fram.
Þau sem geta veitt upplýsingar um ferðir Arturs eru beðin um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112. Einnig er skorað á hann sjálfan að gefa sig fram með því að hringja í 112. Arturs er ekki talinn hættulegur.
Umræða