-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag verður norðaustanáttin ríkjandi hjá okkur, en hún verður allhvöss á norðvestanverðu landinu og einnig á annesjum fyrir norðan. Á norðanverðu landinu verður rigning eða slydda með köflum í dag, en bætir í úrkomuna á morgun. Annars staðar er mun hægari vindur og úrkomuminna. Á suðvestanverðu landinu verður þurrt í dag, en þó líkur á lítilsháttar vætu í kvöld.
Annað kvöld bætir í vindinn á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu og því um að gera að fylgjast með þróun veðurspáa á þeim slóðum.
Norðaustanáttin verður viðloðandi fram að helgi en þá snýst í stífa suðaustlæga átt með rigningu víða.

Veðuryfirlit
Um 400 km SSA af Dyrhólaey er nærri kyrrstæð 966 mb lægð. Um 550 km S af Hvarfi er 970 mb lægð á leið A.

Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg átt 3-10 m/s með morgninum, en 10-18 norðvestantil og með norðurströndinni. Rigning eða slydda með köflum fyrir norðan, en lítilsháttar væta sunnantil. Strekkings austanátt með suðurströndinni um tíma í kvöld og væta víða. Bætir í úrkomuna fyrir norðan á morgun, en þurrt suðvestantil. Hvessir frekar á Vestfjörðum annað kvöld með snjókomu eða slyddu. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt og yfirleitt léttskýjað þegar kemur fram á daginn, en lítilsháttar væta í kvöld.
Norðaustlæg átt 3-8 m/s á morgun og bjart með köflum. Hiti 2 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Gengur í norðaustan hvassviðri á Vestfjörðum, en hægari vindur annars staðar. Víða rigning og sums staðar slydda um landið norðanvert, en þurrt suðvestantil. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag:
Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu og hiti um frostmark, en suðlæg eða breytileg átt annars staðar og rigning eða slydda með köflum. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en rigning eða slydda á Vestfjörðum í fyrstu. Vaxandi austlæg átt sunnantil þegar líður á daginn. Hiti 1 til 7 stig, svalast norðaustanlands.

Á sunnudag:
Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt og víða rigning, einkum suðaustantil, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig.

Á mánudag:
Suðaustlæg átt og víða væta, en úrkomulítið vestantil. Kólnar.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir minnkandi suðaustlæga átt og rigningu sunnanlands, en þurrt fyrir norðan. Hiti um og yfir frostmarki.