Rétt eftir miðnætti hófst kröftug hrina við Þorbjörn og Sýlingafell með skjálfta af stærð 3,9. kl. 00:02. Kl. 00:13 mældist annar skjálfti af stærð 4,2 og kl. 00:46 mældist stærsti skjálftinn tæplega 5,0 að stærð. Um 400 skjálftar hafa mælst og þar af 18 yfir þremur að stærð nú síðast kl. 02:56, 4,3 að stærð. Hafa skjálftarnir fundist víða á Suðvesturhorninu.
Ríflega 22.800 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október við Þorbjörn. Alls hafa sex skjálftar mælst yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4.5 að stærð kl. 8:18 þann 25/10.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar.
Stærstu skjálftar síðustu 48 klst
Stærð | Tími | Staður | |
---|---|---|---|
5,0 | 09. nóv. 00:46:06 | 2,8 km NNV af Grindavík | |
4,3 | 09. nóv. 02:56:35 | 3,0 km VNV af Grindavík | |
4,2 | 09. nóv. 00:13:13 | 5,1 km VSV af Fagradalsfjalli |
Umræða