Mannslát – gæsluvarðhald til 19. desember
Karlmaður um fimmtugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald, eða til 19. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í gær.
Eins og fram hefur komið féll hinn látni fram af svölum íbúðar fjölbýlishúss í austurborginni eftir hádegi í gær og var fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Fimm karlmenn voru handteknir á vettvangi og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi, líkt og áður sagði, en hinir fjórir eru lausir úr haldi lögreglu.
Rannsókn lögreglu gengur vel, en hún miðar að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/08/mannslat/