Fram kemur á vef Vísi að Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september.
Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Embætti héraðssaksóknara, var ákæra birt Sigurði Fannari klukkan 15 og gæsluvarðhald yfir honum framlengt samhliða því.
Hann segir að Sigurður Fannar sæti ákæru fyrir manndráp í skilningi 211. grein almennra hegningarlaga. Hún kveður á um að hver, sem sviptir annan mann lífi, skuli sæta fangelsi, ekki skemur en fimm ár, eða ævilangt.
Þá segir hann eftir að koma í ljós hvort þinghald í málinu verði opið eða lokað, því sé ekki hægt að afhenda ákæruna að svo stöddu. Hann vilji ekki tjá sig efnislega um málið.
Umræða