,,EIGNIR „HREINSAÐAR“ ÚR GJALDÞROTA VERSLUN“
„Það var búið að „hreinsa“ mest út úr húsgagnaversluninni, það var frekar lítið til.“ Segir skiptastjóri gjaldþrota húsgagnaverslunar í Síðumúla 30, skv. frétt DV.
ÁFRAM Á NÝRRI KENNITÖLU – 963 milljóna gjaldþrot
Húsgagnaverslunin Heimahúsið og Heima ehf. hafa verið rekin í Síðumúla 30, undanfarin ár samkvæmt frétt DV.
963.284.909 króna gjaldþrot
Reksturinn hét Heima ehf. en var breytt í nafnið GBN ehf. og varð gjaldþrota og námu lýstar skuldir í þrotabú félagsins, 774 milljónum króna en skuldir voru skv. ársreikningi: 888.412.722 krónur eða rúmlega 888 milljónum króna.
Reksturinn endaði með skv. yfirlýsingu skiptastjóra í Lögbirtingarblaðinu upp á 963.284.909 króna gjaldþrot.
Um var að ræða fjölskyldufyrirtæki og er Klara Thorarensen skráð fyrir 50% eign í Öndvegi-Lifum ehf. sem rekur húsgagnaverslunina Heimahúsið sem er í sama húsnæði, að sögn DV.
Á heimsíðunni kemur fram að um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki og skv. gögnum Ríkisskattstjóra, Fyrirtækjaskrá, Ársreikningaskrá og Lögbirtingablaðinu og opinberum gögnum Sýslumanns, kemur fram að stjórnarmenn og/eða hluthafar á kennitölum félaga sem tengjast, séu :
Kristján S Thorarensen , Hrönn Thorarensen , Klara Thorarensen og Málfríður Vilhelmsdóttir . Samkvæmt ársreikningi árið 2010 skuldaði félagið Heima ehf. kt.700987-1409, tæpan milljarð, eða 888.412.722 krónur – „Það var búið að „hreinsa“ mest út úr húsgagnaversluninni, það var frekar lítið til.“ segir skiptastjórinn.
Húsgagnaverslunin Heima ehf – Kt. 700987-1409, Síðumúli 30, Sími: 568 4242 (Sami sími og hjá Heimahúsinu) – Netfang: heimahusid@heimahusid.is – Þá hafa nöfn fyrirtækisins sem nú heitir Heimahúsið ehf. með sömu kennitölu. 420205-0740, haft nöfnin: Heima ehf. Öndvegi-Lifum ehf. og Öndvegi ehf.
Röð gjaldþrota og skuldir skildar eftir
Þá varð fyrirtæki sem fyrst hét MOOD ehf, gjaldþrota en nafninu var eins og áður breytt fyrir gjaldþrot og varð nafnið POF ehf. fyrir valinu.
Stofnað af sömu aðilum úr fjölskyldunni, þ.e. Málfríður Vilhelmsdóttir og Kristján S. Thorarensen. Klara Sigríður Thorarensen var skráð sem framkvæmdastjóri þegar, við stofnun félagsins. Einkahlutafélagið MOOD ehf. var upphaflega nafn þess en var svo breytt í Gallery Gólf ehf. og að lokum, fyrir gjaldþrotið í nafnið POF ehf.
83.478.156 króna tap fyrir gjaldþrot
Í ársreikningi sem Jón Tryggvi Kristjánsson, sem hefur endurskoðað ársreikninga og er löggiltur endurskoðandi, lagði fram. Kemur fram að skuldir félagsins voru 83.478.156 krónur og að ,,tap varð á rekstri félagsins á árinu 2013 að fjárhæð kr. 25.872.388 skv. rekstrarreikningi.
Eigið fé í árslok er neikvætt um kr. 34.626.493. og fyrri ára þar eð skilyrði arðsúthlutunar eru ekki til staðar. Að öðru leyti er vísað er til ársreiknings um jöfnun taps og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum. Hlutafé félagsins er kr. 500.000 í árslok.“
Tilgangur félagsins var verslun (umboðs- og heildverslun og smásöluverslun) með húsgögn, innréttingar og húsmuni hverskonar, eigin framleiðsla húsgagna, kaup og sala nýrra og notaðra hús- og listmuna. Kaup og sala, eign og rekstur fasteigna, fjármálastarfsemi hverskonar lánastarfsemi og skyldur rekstur.
Miljarð króna gjaldþrot á fasteign sem hýsir Heimahúsið – Engar eignir fundust
Áfram á nýrri kennitölu – DV
,,Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins GBN-110 ehf., sem áður hét Heima ehf. og þar áður Öndvegi ehf. og rak húsgagnaverslunina Heima í Síðumúla en þar er einnig Heimahúsið.
Annar eigandi gjaldþrota fyrirtækisins, Klara Thorarensen, er skráð fyrir helmingshlut í fyrirtækinu Öndvegi-Lifum ehf., sem rekur húsgagnaverslunina Heimahúsið í sama húsnæði. Kröfur í þrotabúið hljóðuðu samtals upp á rúmar 774 milljónir króna, en í Lögbirtingablaðinu kemur fram að engar eignir hafi fundist í búinu.
Skiptum á þrotabúinu var því lokið 18. nóvember síðastliðinn. Haukur Bjarnason er skiptastjóri búsins. „Það var búið að hreinsa mest út úr því, það var
frekar lítið til,“ segir hann.
Stærsti kröfuhafinn í þrotabúið var Byr með eina kröfu upp á 447 milljónir króna og aðra upp á 115 milljónir króna. Lögfræðideild Landsbankans var síðan með kröfu upp á 158 milljónir króna.
Lager sem er metinn á lítið brot af kröfunum, fannst í búinu, en ekki hefur tekist að selja hann.“ Segir lögmaður sem er skiptastjóri gjaldþrota húsgagnaverslunar í frétt DV, í dag og hefur fréttin verið uppfærð með ítarlegum opinberum gögnum, sjá einnig frétt neðar á síðunni.
Miljarð króna gjaldþrot á fasteign sem hýsir Heimahúsið – Engar eignir fundust