Menn ruddust inn í íbúð í Kópavogi um hádegsibil í dag, réðust á húsráðanda og rændu verðmætum af heimili hans, til að mynda greiðslukorti og lyfjum. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið bundinn, en hann hafi náð að losa sig og hafa samband við lögreglu. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn var með einhverja áverka á höfði, en enga stórvægilega, að sögn lögreglu.
Áður en mennirnir yfirgáfu heimilið hótuðu þeir því að koma aftur. Þeir sneru aftur áður en lögreglan kom, en höfðu sig á brott þegar þeir heyrðu að lögreglan væri á leiðinni. Málið er í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umræða