Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, hafa lýst yfir að nú skuli hefja undirbúning á sölu Íslandsbanka þrátt fyrir að ljóst sé að ekki muni fást fullt verð fyrir bankann og hann verði því seldur með tapi að sögn fjármálaráðherra. Bankar um alla Skandinavíu eru metnir yfir bókfærðu verði en nú talar Bjarni Benediktsson um að selja Íslandsbanka langt undir því þrátt fyrir góða ávöxtun hans. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru glórulausar og munu kosta þjóðina stórfé, segja forsvarsmenn Synjun.is
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/740886129769783/
Á https://synjun.is/ er að finna undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsetann að beita sér gegn sölu bankanna. Á bak við áskorunina standa Guðmundur Franklín Jónsson og Hildur Sif Thorarensen. Allir sem eru andvígir sölunni eru hvattir til að skrá sig.
Stöndum saman og stöðvum sölu bankanna!
https://gamli.frettatiminn.is/stondum-saman-og-stodvum-solu-bankanna/