Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestlægar áttir í dag með stöku éljum vestanlands en bjart að mestu fyrir austan. Það er talsvert frost á landinu núna í morgunsárið á bilinu 2 til 15 stig frost við ströndina en allt að 20 stiga frost inn til landsins. Það dregur úr frosti þegar líður á daginn, í kringum 1 til 8 stig síðdegis. Minnkandi vestanátt í nótt, og aftur talsvert frost á landinu. Hæg breytileg átt í fyrramálið og dálítl él á við og dreif. Vaxandi austanátt síðdegis á morgun, víða 5-13 undir kvöld og léttskýjað. Frost 2 til 12 stig. Útlit fyrir rólegt veður um helgina, þurrt að kalla og áfram kalt.
Veðuryfirlit
Skammt NV af Skotlandi er 990 mb lægð sem fer ASA og grynnist. Við N-Noreg er 966 mb lægð sem þokast A og grynnist. Um 200 km NV af Bjargtöngum er 1005 mb smálægð sem hreyfist A. Yfir Grænlandi er 1020 mb hæðarhryggur.
Samantekt gerð: 10.02.2022 03:03.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan og síðar vestan 5-13 og dálítil snjókoma, en bjartviðri austantil á landinu. Dregur úr frosti, frost 1 til 8 stig síðdegis, mildast við vesturströndina. Vestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun, léttskýjað en lítilsháttar él á víð og dreif. Snýst í austanátt 5-13 seinnipartinn en heldur hvassara syðst og á Vestfjörðum. Frost 2 til 12 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg og síðar vestlæg átt 5-10 m/s á morgun og dálítil snjókoma af og til. Frost 0 til 5 stig síðdegis. Austan 3-8 og stöku él í fyrramálið en bjart að mestu eftir hádegi. Frost 2 til 5 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en austan 10-15 syðst á landinu undir kvöld. Víða bjart með köflum, en dálítil él á stöku stað. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á laugardag:
Norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar él austanlands. Frost 2 til 12 stig.
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum á landinu og stöku él sunnantil. Áfram kalt í veðri.
Á mánudag:
Gengur í suðaustan 8-13 á sunnan- og vestantil og snjókoma með köflum. Hægari vindur og bjartviðri norðan- austanlands. Hiti frá frostmarki við suðurströndina, niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Ákveðin austan- og suðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti kringum frostmark en rofar til síðdegis vestantil.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt með slyddu eða snjókomu og hiti um eða undir frostmarki.
Discussion about this post