• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Laugardagur, 3. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Allt að 20 stiga frost inn til landsins

Talsvert frost í morgunsárið, 2 til 15 stig frost við ströndina en allt að 20 stiga frost inn til landsins

ritstjorn by ritstjorn
10. febrúar 2022
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Hugleiðingar veðurfræðings

Suðvestlægar áttir í dag með stöku éljum vestanlands en bjart að mestu fyrir austan. Það er talsvert frost á landinu núna í morgunsárið á bilinu 2 til 15 stig frost við ströndina en allt að 20 stiga frost inn til landsins. Það dregur úr frosti þegar líður á daginn, í kringum 1 til 8 stig síðdegis. Minnkandi vestanátt í nótt, og aftur talsvert frost á landinu. Hæg breytileg átt í fyrramálið og dálítl él á við og dreif. Vaxandi austanátt síðdegis á morgun, víða 5-13 undir kvöld og léttskýjað. Frost 2 til 12 stig. Útlit fyrir rólegt veður um helgina, þurrt að kalla og áfram kalt.

Veðuryfirlit
Skammt NV af Skotlandi er 990 mb lægð sem fer ASA og grynnist. Við N-Noreg er 966 mb lægð sem þokast A og grynnist. Um 200 km NV af Bjargtöngum er 1005 mb smálægð sem hreyfist A. Yfir Grænlandi er 1020 mb hæðarhryggur.
Samantekt gerð: 10.02.2022 03:03.

Veðurhorfur á landinu
Sunnan og síðar vestan 5-13 og dálítil snjókoma, en bjartviðri austantil á landinu. Dregur úr frosti, frost 1 til 8 stig síðdegis, mildast við vesturströndina. Vestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun, léttskýjað en lítilsháttar él á víð og dreif. Snýst í austanátt 5-13 seinnipartinn en heldur hvassara syðst og á Vestfjörðum. Frost 2 til 12 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg og síðar vestlæg átt 5-10 m/s á morgun og dálítil snjókoma af og til. Frost 0 til 5 stig síðdegis. Austan 3-8 og stöku él í fyrramálið en bjart að mestu eftir hádegi. Frost 2 til 5 stig yfir daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en austan 10-15 syðst á landinu undir kvöld. Víða bjart með köflum, en dálítil él á stöku stað. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag:
Norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar él austanlands. Frost 2 til 12 stig.

Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum á landinu og stöku él sunnantil. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag:
Gengur í suðaustan 8-13 á sunnan- og vestantil og snjókoma með köflum. Hægari vindur og bjartviðri norðan- austanlands. Hiti frá frostmarki við suðurströndina, niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Ákveðin austan- og suðaustanátt. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti kringum frostmark en rofar til síðdegis vestantil.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt með slyddu eða snjókomu og hiti um eða undir frostmarki.

Discussion about this post

  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • SÉRA KARL FÉLL Í SJÓINN: „HANN BJARGAÐI LÍFI MÍNU“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?