6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

121 þúsund brottfarir erlendra farþega í janúar

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 121 þúsund í nýliðnum janúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í janúar árið 2020 og um 82% af því sem þær voru í janúar 2018 eða þegar mest var.Tæplega helmingur brottfara var tilkominn vegna Breta og Bandaríkjamanna.

Brottfarir Íslendinga voru um 41.500 og hafa þær ekki mælst áður svo margar í janúarmánuði.
Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastir
Flestar brottfarir í janúar voru tilkomnar vegna Breta og Bandaríkjamanna eða tæplega helmingur (47,9%). Bretar voru tæplega 30 þúsund talsins eða fjórðungur (24,5%) og Bandaríkjamenn um 28 þúsund eða tæplega fjórðungur (23,4%). Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið stærstu þjóðernin í janúarmánuði síðustu tvo áratugi eða frá því mælingar Ferðamálastofu hófust, að undanskildum janúarmánuði 2021.

Brottarir Kínverja voru í þriðja sæti í janúar eða 5,1% af heild og Þjóðverjar í því fjórða (4,7%). Þar á eftir fylgdu Pólverjar (4,3%), Ítalir (3,7%), Frakkar (3,2%), Írar (2,5%), Danir (2,3%) og Eystrasaltsbúar (2,2%).

Brottfarir Íslendinga
Brottfarir Íslendinga voru um 41.500 talsins í janúar en áður höfðu þær mælst flestar í janúar 2021 eða 40.600 og í janúar 2018 eða um 39 þúsund.
 
Image
*Nánari skiptingu á milli þjóðerna má sjá undir liðnum Tölur og útgáfur/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Niðurstöður um brottfarartalningar má jafnframt nálgast í Mælaborði ferðaþjónustunnar undir liðnum Farþegar.
 
Talningar byggja á úrtaksmælingu gerða á tímabilinu 16.-30. nóv. Framkvæmdir í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli gerðu það að verkum að ekki var hægt að taka úrtak fyrri hluta mánaðarins.