6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

60 jarðskjálftar og stærsti 3,8 að stærð

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Nú rétt fyrir klukkan 19 í kvöld hófst skjálftahrina á Reykjaneshrygg. Flestir skjálftarnir eru um 4 til 5 km vestur af Reykjanestá og eru á ca. 4 til 7 km dýpi.

Ekki er óvanalegt að skjálftahrinur verði á þessu svæði. Klukkan 21:40 höfðu mælst tæplega 60 skjálftar og voru átta af þeim af stærð 3,0 eða meira, sá stærsti 3,8 að stærð kl. 19:45.
Hrinan virðist vera í rénun og hafa skjálftarnir farið minnkandi. Áfram verður fylgst náið með framvindu.