Suðurland – Austan og norðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
Suðausturland – Austan eða norðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
Miðhálendið – Austan og norðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir austlæga átt og éljagang á austnaverðu landinu en hæglætis veðri í öðrum landshlutum. Ný vinnuvika hefst hinsvegar á talsverðum umhleypingum en veðurpár gera ráð fyrir að kröpp lægð myndist við Nýfundnaland fyrir hádegi í dag og dýpki hratt á leið sinni til Íslands.
Á morgun hvessir af austri, og gera verstu spár ráð fyrir meðalvindhraða yfir 30 m/s á stöku stað við suðurströndina seint annað kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hæsti meðalvindhraði verði 25-28 m/s annað kvöld en vindur nær stormstyri og vindhviður yfir 40 m/s síðdegis á morgun á sunnanverðu landinu. Full ástæða er til að fylgjast vel með veðurpsám og viðvörunum, en nú þegar hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna veðursins. Gular viðvaranir merkja að veður hafi nokkur eða staðbundin áhrif, geti valdið töflum eða slysum og tjóni ef aðgát er ekki höfð.
Á þriðjudag er útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu norðantil og kólnandi veðri, og útlit er fyrir áframhaldandi umhleypingar og kólnandi veður þegar líður á vikuna.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 en norðaustan 8-15 við suðausturströndina. Allvíða bjartviðri sunnan og vestantil en él eða snjókoma á austanverðu landinu í dag.
Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, allvíða hvassviðri fyrir hádegi en austan og norðaustan stormur eða rok á sunnanverðu landinu síðdegis og annað kvöld. Áfram dálítil él austantil en rigning eða slydda með köflum sunnantil og þurrt um landið norðan og vestanvert.
Hiti 0 til 4 stig sunnan – og vestantil yfir daginn annars víða 0 til 7 stiga frost.
Spá gerð: 10.03.2019 05:01. Gildir til: 11.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 15-23 m/s. Rigning suðaustantil, él norðanlands, en þurrt suðvestantil. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 1 til 6 stig S-til, en annars kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Hægt vaxandi SA átt, 8-15 m/s um kvöldið. Úrkomulítið, en rigning eða slydda um sunnanvert landið síðdegis. Hiti um og undir frostmarki en hiti 0 til 4 stig sunnan- og vestanlands.
Á fimmtudag:
Allhvöss eða hvöss austlæg átt með slyddu eða rigningu, en úrkomulítið á norðurlandi. Heldur hlýnandi veður.
Á föstudag:
Útlit fyrir allhvassa norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Heldur hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Líkur á norðaustanátt með éljum og heldur kólnandi veðri.
Spá gerð: 10.03.2019 08:48. Gildir til: 17.03.2019 12:00.