Hvenær og hvernig verða verkföllin?
Fyrstu aðgerðir hefjast 18. mars. Verkföllin verða í tveimur hlutum.
Verkfallsboðun 1 – Hefðbundið verkfall
Fyrsti hluti aðgerðanna er hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á ákveðnum dögum frá miðnætti til miðnættis. Þetta eru eftirfarandi dagar:
- 22. mars (1 dagur)
- 28.-29. mars (2 dagar)
- 3.-5. apríl (3 dagar)
- 9.-11. apríl (3 dagar)
- 15.-17. apríl (3 dagar)
- 23.-25. apríl (3 dagar)
- 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)
Verkfallsboðun 2 – Örverkfall eða vinnutruflun
Annar hluti aðgerðanna gengur út á að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni.
Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:
- 18. mars – 30. apríl
- Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.
- 23. mars – 30. apríl
- Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.
- 6. apríl – 30. apríl
- Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.
Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:
- 18. mars til og með 30. apríl:
- Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu
- 23. mars til og með 30. apríl:
- Engin klósettþrif
- Engin þrif sameiginlegra rýma
- 30. mars til og með 30. apríl:
- Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úr
- Engin morgunverðarþjónusta
- 26. apríl til og með 30. apríl:
- Engin þvottaþjónusta
Hótelin sem verkföll taka til eru eftirtalin:
Fosshótel Reykjavík | Þórunnartún 1, 105 Rvk. |
Grand Hótel Reykjavík | Sigtún 38, 105 Rvk. |
Fosshótel Baron | Barónsstígur 2-4, 101 Rvk. |
Hótel Reykjavík Centrum | Aðalstræti 16, 101 Rvk. |
Fosshótel Rauðará | Rauðarárstígur 37, 105 Rvk. |
Fosshótel Lind | Rauðarárstígur 18, 105 Rvk. |
Hilton Reykjavík Nordica | Suðurlandsbraut 2, 108 Rvk. |
Icelandair Hótel Reykjavík Natura | Nauthólsvegur 52, 101 Rvk. |
Icelandair Hótel Reykjavík Marina | Mýrargata 2-8, 101 Rvk. |
Canopy Reykjavík – City Centre | Smiðjustígur 4, 101 Rvk. |
Reykjavík Konsúlat hótel | Hafnarstræti 17-19, 101 Rvk. |
Hótel Plaza CenterHotel | Aðalstræti 4, 101 Rvk. |
CenterHotel Miðgarður | Laugavegur 120, 101 Rvk. |
Hótel Arnarhvoll CenterHotel | Ingólfsstræti 1, 101 Rvk. |
Hótel Þingholt CenterHotel | Þingholtsstræti 3-5, 101 Rvk. |
Hótel Klöpp CenterHotel | Klapparstígur 26, 101 Rvk. |
Hótel Skjaldbreið CenterHotel | Laugavegur 16, 101 Rvk. |
Exeter Hotel | Tryggvagata 12, 101 Rvk. |
Reykjavík Lights Hotel | Suðurlandsbraut 12, 108 Rvk. |
Skuggi Hótel | Hverfisgata 103, 101 Rvk. |
Hótel Borg | Pósthússtræti 9-11, 101 Rvk. |
Storm Hótel | Þórunnartún 4, 105 Rvk. |
Sand Hótel | Laugavegur 34, 101 Rvk. |
Apótek Hótel | Austurstræti 16, 101 Rvk. |
Hótel Cabin | Borgartún 32, 105 Rvk. |
Hótel Klettur | Mjölnisholt 12-14, 105 Rvk. |
Hótel Örk | Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði |
Radisson BLU Hótel Saga | Hagatorg 1, 107 Rvk. |
Radisson BLU 1919 Hótel | Pósthússtræti 2, 101 Rvk. |
Hotel Víking | Víkingastræti 1-3, 220 Hfj. |
Hótel Holt | Bergstaðastræti 37, 101 Rvk. |
Hótel Frón | Laugavegur 22a, 101 Rvk. |
Hótel Óðinsvé | Þórsgata 1, 202 Rvk. |
The Capital Inn | Suðurhlíð 35d, 105 Rvk. |
City Center Hotel | Austurstræti 6, 101 Rvk. |
City Park Hotel | Ármúli 5j, 108 Rvk. |
Kex Hostel | Skúlagata 28, 101 Rvk. |
101 Hótel | Hverfisgata 10, 101 Rvk. |
Hótel Leifur Eiríksson | Skólavörðustígur 45, 101 Rvk. |
Hótel Smári | Hlíðasmári 13, 201 Kópavogur |
Umræða