Meiriháttar viðbrögð
,,Við hefðum viljað hafa meiri tíma til að mynda síðasta haust áður en veiðitímanum lauk en það sem við náðum var gott og við náðum góðum skotum bæði í laxi og silungi. Fyrsti þátturinn fékk meiriháttar viðbrögð,“ segir Gunnar Bender en veiðiþættir hans, Veiðin með Gunnari Bender, hófu göngu sína að nýju á Hringbraut s.l. sunnudag. Næsti þáttur er í kvöld klukkan níu á Hringbraut.
Gunnar Bender og Gunnar Hall, vestur í Dölum í þættinum í kvöld ofl. viðtöl og myndir
,,Þátturinn í kvöld er tekinn upp, vestur í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum með hressum veiðimönnum sem reyna að veiða maríulaxinn sinn í veiðiferðinni.
Svo heimsækjum við Halla Eiríks sem er við Laxá í Dölum og ræðum ýmislegt varðandi veiðina sem að á eftir að koma á óvart.
Loks er svo kíkt á rjúpu á Holtavörðuheiði,“ sagði Gunnar Bender en segir að lokum að nú séu aðeins þrjár vikur í vorveiðina og þá ætli þeir félagar að mynda ennþá meira.“
https://www.fti.is/2019/01/27/fjorir-menn-fellu-nidur-um-is-a-medalfellsvatni/