Fjögur ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í dag. Smitrakning er í gangi
Smitin eru orðin 69 talsins, samtals á landinu sem vitað er um.
,,Þær markvissu aðgerðir sem gripið hefur verið til að hefta og hægja á útbreiðslu Covid-19 eru bráðnauðsynlegar til að tryggja að heilbrigðiskerfi landsins geti tekist á við verkefnið. Myndin er byggð á sambærilegri skýringarmynd frá Evrópsku sóttvarnastofnuninni (ECDC)“ Segir á vef Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.