Eimskip og Samherjamálið
,,Það er skömm að því að þessir Samherjamenn skuli vera andlit þjóðarinnar út á við. Í gærkvöld var fréttaskýringarþáttur í ríkissjónvarpinu í Færeyjum og fjallað um Samherjaskjölin og hvernig Færeyjar blandast inn í meinta svikastarfsemi Samherja á erlendri grundu. Fram kom í þættinum að útgerðarfélagið í Namibíu skráði áhöfn skipa í Namibíu eins og þær væru í vinnu á skipum í Færeyjum til að komast undan sköttum og skyldum. Í þættinum voru ítrekað sýndar myndir af Eimskipafélgi Íslands sem hefur hingað til verið stolt íslensku þjóðarinnar en fyrirtækið er með mikla starfsemi í Færeyjum og á þar Faroe Ship.
Fákeppni og einokun verður að uppræta úr íslensku viðskiptaumhverfi og setja verður lög um bann við hringamyndun fyrirtækja. Tryggja verður frjálsa verslun í landinu. Þetta er það sem Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er að boða og varar við stöðunni sem uppi er í dag.
Það eru fyrirtæki sem eru t.d. með sinn mann í Sjávarútvegsráðuneytinu sem eru stærst í sjávarútvegi og yfir lögbundnu kvótaþaki (fá að brjóta lög) og eru líka ráðandi í öðrum stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta verður að stöðva, það verður að stöðva þessa menn með handafli og taka á þeim. Elítan í Valhöll stendur vörð um einokun, fákeppni og spillingu á Íslandi og því þarf að breyta“ Segir Guðmundur Franklín en margt fleira eins og lóðabrask í borginni og fleira kemur fram í pistlinum:
https://www.youtube.com/watch?v=DspyXvhQi1E