-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Elsti varaþingmaðurinn sem tekið hefur sæti á Alþingi

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Wilhelm Wessman tók í dag sæti á Alþingi sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Ingu Sæland. Hann er elsti varaþingmaðurinn sem tekið hefur sæti á Alþingi í fyrsta sinn, 79 ára og 159 daga gamall.

Wilhelm undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni, eins og jafnan er gert þegar þingmaður eða varaþingmaður tekur sæti í fyrsta skipti. Sessunautum hans, þingmönnunum Kristrúnu Frostadóttur og Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þótti ástæða til að smella af mynd.