Skilvís erlendur ferðamaður kom á lögreglustöðina á Selfossi í dag með peninga sem hann fann í Reykjavík, við Hörpuna og óskaði eftir aðstoð við að finna eiganda þeirra.
Ef þú ert eða hefur upplýsingar um eiganda þeirra þá endilega vertu í sambandi við lögregluna á Suðurlandi. Það skal tekið fram að eigandi peningana verður að geta gert grein fyrir eignarhaldi sínu á þeim.