<div class="wp-block-image"> <figure class="alignright is-resized"><img class="wp-image-1094 alignright" src="https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/03/Screenshot-2019-03-30-at-14.36.33-.png" sizes="(max-width: 229px) 100vw, 229px" srcset="https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/03/Screenshot-2019-03-30-at-14.36.33-.png 252w, https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/03/Screenshot-2019-03-30-at-14.36.33--230x300.png 230w" alt="" width="229" height="299" />Bændablaðið vitnar í Gunnar Þorgeirsson, formann Sambands garðyrkjubænda, sem segir þann fyrirvara um sæstreng sem ríkisstjórn Íslands hyggst gera við innleiðingu á orkupakka 3 frá ESB ekki halda vatni. Eftir standi að orkupakkinn eins og hann leggur sig sé óbreyttur og innleiðing hans muni stórskaða íslenska matvælaframleiðslu, heimili og atvinnulíf. „Mér líst ekkert á þetta og get ekki skilið af hverju íslensk þjóð á ekki að fá að vera sjálf með sína orkustefnu á sínum forsendum þar sem við erum ekki tengdir neinum öðrum. Hvers vegna í veröldinni þurfum við að taka upp Evrópureglur til að stýra okkar eigin málum?“„Það er algjörlega ljóst í mínum huga að við innleiðingu á orkupakka 3 og hækkandi raforkuverði í kjölfarið verða ekki framleiddir hér framar tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar. Kryddjurtirnar frá mér myndu örugglega hverfa úr verslunum.“ <a href="http://www.bbl.is/frettir/frettir/orkupakki-3-mun-storskada-islenska-gardyrkju-heimili-og-allt-atvinnulif-/21072/" target="_blank" rel="noreferrer noopener" aria-label="Nánar í frétt Bændablaðsins (opens in a new tab)">Nánar í frétt Bændablaðsins</a>.</figure> <figure class="alignright is-resized"><a href="https://www.fti.is/2019/04/09/verd-a-rafmagni-tifaldast/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Verð á rafmagni tífaldast</a>.</figure> </div>