-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Segir Ríkisendurskoðun ákjósanlega fyrir hvítþvottarskýrslu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki kom í Silfur Egils 
Vilhjálmur Árnason prófessor í  heimspeki kom í Silfrið í morgun til að ræða bankasöluna, en hann er einn af höfundum siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið.

Hann leggur áherslu á að vanda þurfi til verka við val á mönnum í rannsóknarnefndir og líta til fyrri verka þeirra manna áður en þeir séu valdir til starfa í rannsóknarnefnd. þannig eigi það reyndar að vera varðandi öll trúnaðarstörf hjá hinu opinbera til að skapa trúverðugleika og traust. ,,Allt vald spillir og mikið vald gerspillir.“ Sagði Vilhjálmur Árnason prófessor í  heimspeki m.a.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, hjá Pírötum segir að ríkisendurskoðun sé ákjósanleg fyrir hvítþvottarskýrslu vegna bankasölunnar á Íslandsbanka, þar sem hún hafi ekki þær heimildir sem þarf til að rannsaka málið almennilega, ólíkt því sem rannsóknarnefnd hefur. Hún spyr: ,,Hvers vegna viljum við alls ekki rannsóknarnefnd?

,,það verður ekki seldur einn einasti hlutur í bankanum fyrr en búið er að rannsaka þessa sölu“

Þingmennirnir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum, Orri Páll Jóhannsson Vinstri grænum, Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu og Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki í Silfrinu

Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingu, kallaði eftir því að ráðherra gengist við ábyrgð í málinu og benti á að Vinstri grænir vildu eingöngu að Bankasýslan fengi að taka pokann sinn og taka þannig alla ábyrgð á málinu, til þess að bjarga því að ríksstjórnin springi ekki. Hann segir himinn og haf á milli vinnubragða Rannsóknarnefnda og Ríkisendurskoðunnar en engan tíma megi missa, því rannsóknarhagsmunir liggi undir. Þá kallar hann eftir pólitískri og lagalegri ábyrgð.

Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki, harmaði hluta sölunnar og sagði margt óásættanlegt og sagðist harma það að hafa ekki spurt frekari spurninga. Hún furðaði sig á því að Bankasýslan hafi viljað fela það hverjir hefðu keypt í bankanum. Hún var þó ánægð með stærri kjölfestufjárfesta en átti von á að þeir hefðu keypt meira. Hún telur að ekki sé hægt að selja meira í Íslandsbanka fyrr en búið sé að rannsaka málið ofan í kjölinn.

Orri Páll Jóhannsson Vinstri grænum, segir að það verði ekki seldur einn einasti hlutur í bankanum fyrr en búið sé að rannsaka þessa sölu. Hann segir að vel komi til greina að stofna Rannsóknarnefnd en það kunni að taka tíma.

ÞÁTTURINN ER HÉR : SILFRIÐ

Spurður hvort hann vildi taka snöggan snúning á Íslandsbanka?