-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

,,Sigurður Ingi skuldar innflytjendum afsökunarbeiðni“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins

Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, telur að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skuldi innflytjendum á Íslandi afsökunarbeiðni vegna ummæla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin séu til þess fallin að auka á fordóma í samfélaginu. Þetta og fleira kom fram í Silfrinu í morgun og fjallað er einnig um málið á Rúv.is

Hún óttast að ummælin geti verið til þess fallin að auka fordóma gegn nýbúum og skerða enn frekar stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, telur að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skuldi innflytjendum á Íslandi afsökunarbeiðni

„Það voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði að heyra ráðherra landsins og formann stjórnmálaflokks láta slík orð falla. Það er ekki annað hægt að segja um þetta en að þetta sé fordómafull umræða.“

Hún telur að enginn láti slík ummæli falla án þess að vera þannig þenkjandi. „En vonandi hef ég rangt fyrir mér í því,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að ráðherrann láti verkin tala í málefnum innflytjenda.

ÞÁTTURINN ER HÉR : SILFRIÐ