Í dag birti Hveragerðisbær tilkynningu á vef sínum varðandi gæði og heilnæmi vatns í bænum en hundruðir íbúa hafa kvartað yfir vatninu undanfarið.
Bæjaryfirvöld segja að ,,svo kölluð heildarúttekt var gerð á neysluvatninu í síðustu viku, sem felur í sér ítarlega eðlis- og efnagreiningar, sem eru sendar til greiningar á rannsóknarstofu í Svíþjóð og var beðið um flýtimeðferð á þeim greiningum. Niðurstöður hafa þegar borist og eru allar niðurstöður undir viðmiðunarmörkum.“ Segir meðal annars í tilkynningunni en hér að neðan er tilkynningin í heild sinni:
Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar 10. apríl 2025
Niðurstöður sýna í síðustu viku benda til að enn hafi deifikerfið ekki náð að skolast út, og enn er unnið út frá þeirri tilgátu að borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu hafi komið hreyfingu á jarðveginn og valdið skertum gæðum á neysluvatninu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að útskolun á flóknu dreifikerfi getur tekið tíma.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi.
Svo kölluð heildarúttekt var gerð á neysluvatninu í síðustu viku, sem felur í sér ítarlega eðlis- og efnagreiningar, sem eru sendar til greiningar á rannsóknarstofu í Svíþjóð og var beðið um flýtimeðferð á þeim greiningum. Niðurstöður hafa þegar borist og eru allar niðurstöður undir viðmiðunarmörkum.
Ný sýni voru tekin í gær en niðurstöður koma væntanlega nk. föstudag.
Vatnið uppselt í Hveragerði – Fólk nær í vatn í öðrum byggðalögum