Umferðarslys í Hvalfjarðargöngum
Skv. tilkynnigngu frá Lögreglunni á Vesturlandi, eru Hvalfjarðargöng lokuð allri umferð sökum umferðaróhapps sem varð nú fyrir skömmu er fólksbíll og rúta lentu í hörðum árekstri, ökumenn beggja bifreiða eru lítilsháttar slasaðir.
Reikna má með að lokunin standi til kl. 14.00 a.m.k. og ökumönnum bent á að aka um Hvalfjörð. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla var kölluð á vettvang.