Áttatíu og átta prósent Íslendinga telja líklegt að þau ferðist innanlands í sumar, 63% telja að þau komi til með að ferðast meira innanlands heldur en síðasta sumar og flestir ætla að ferðast í júní. Þá ætla ferðalangar að ferðast um landið í um 12 daga að meðaltali samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Hvíta húsið og EMC rannsóknir stóðu fyrir frá 30. apríl til 7. maí.
Flestir eða 59% ætla að ferðast um með tjald, fellihýsi eða húsbíl, 44% ætla að fara í sumarbústað.,40% stefna að því að gista á hóteli, gistiheimili eða í orlofshúsi stéttarfélags. Þrjátíu og sex prósent ætla að leita á náðir vina og ættingja.
„Þau sem eru líklegri til að velja hótel eða gistiheimili búa á höfuðborgarsvæðinu, eru eldri en 45 ára og í hærri tekjuhópum. Þau sem búa á landsbyggðinni og fólk sem telur fleiri en þrjú í heimili eru líklegri til að segjast ætla að gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl,“ segir á vef Hvíta hússins. Sextíu og níu prósent ætla að ferðast um Norðurland, 64% um Suðurland, 58% um Vestfirði, 51% um Austurland og 42% um Vesturland. Þá ætla 20% að njóta hálendisins, 17% ætla að skoða Reykjanesið en einungis 14% ætla til höfuðborgarsvæðisins á sínum ferðalögum.
Samkvæmt könnun á vegum Ferðamálastofu ferðuðust einungis 14% landsmanna innanlands síðasta sumar. Aukningin er því töluverð og jákvæð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem sjá fram á tekjulítið sumar og vetur vegna farsóttarinnar.
„Þau sem eru líklegri til að velja hótel eða gistiheimili búa á höfuðborgarsvæðinu, eru eldri en 45 ára og í hærri tekjuhópum. Þau sem búa á landsbyggðinni og fólk sem telur fleiri en þrjú í heimili eru líklegri til að segjast ætla að gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl,“ segir á vef Hvíta hússins. Sextíu og níu prósent ætla að ferðast um Norðurland, 64% um Suðurland, 58% um Vestfirði, 51% um Austurland og 42% um Vesturland. Þá ætla 20% að njóta hálendisins, 17% ætla að skoða Reykjanesið en einungis 14% ætla til höfuðborgarsvæðisins á sínum ferðalögum.
Samkvæmt könnun á vegum Ferðamálastofu ferðuðust einungis 14% landsmanna innanlands síðasta sumar. Aukningin er því töluverð og jákvæð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem sjá fram á tekjulítið sumar og vetur vegna farsóttarinnar.
Umræða