Stór spor rakin langa leið en hurfu við ána
Kristmundur Baldvinsson sagði frá því í viðtali við Gunnar Bender veiðisérfræðing að sést hefði til slóðar eftir ísbjörn á Skagatá í Austur Húnavatnssýslu á dögunum. Rakin voru spor langa leið en þau hurfu við á sem er á svæðinu.
Gunnar Bender segir í viðtali við Fréttatímann að ,,sporin séu örugglega eftir ísbjörn, stærðin passi við slík spor.“ Dýrið ákveður samkvæmt sporunum að fara í ána en ekki yfir brúna sem var við hliðina, eins og önnur dýr hefðu gert. Lengdin á milli sporanna voru 40 sentimetrar sem getur passað við fótmál ísbjarnar. Þá má jafnframt benda á að veturinn hefur verið mjög kaldur og snjóamikill og landhelgisgæslan m.a. verið að vara við ís á milli Íslands og Grænlands en ísbirnir komast á milli landa með ísjökum.
Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan:
https://gamli.frettatiminn.is/hafis-22-sjomilur-fra-islandi-og-faerist-i-att-ad-landi-i-dag/