,,Fremur ætti að horfa til nýtingar leyfa en núverandi fyrirkomulags og ráðast í þá umbreytingu“
,,Ég vil nefna hversu hátt hlutfall það er sem við viljum hafa í þeim hluta fiskveiðistjórnarkerfisins sem við höfum kallað byggðatengdar aðgerðir og stendur núna í 5,3% en landsfundur minnar hreyfingar samþykkti að ætti að fara hækkandi í skrefum. Þá var einnig samþykkt í stefnu okkar að fremur ætti að horfa til nýtingar leyfa en núverandi fyrirkomulags og ráðast í þá umbreytingu.“ Sagði Katrín Jakobsdóttir m.a. á Alþingi í dag þegar kvótakerfið var rætt en Logi Einarsson kom með fyrirspurn á þingfundi sem var svohljóðandi:

,,Í ræðu á landsfundi Vinstri grænna um helgina sagði forsætisráðherra, : „Við viljum auðlindaákvæði í stjórnarskrá og sanngjarna rentu þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir til samfélagsins.“ Árið 2019 greiddi öll útgerðin 6,6 milljarða kr. í veiðigjöld fyrir nýtingu á sameiginlegri fiskveiðiauðlind.
Sama ár greiddu sjávarútvegsfyrirtæki 10,3 milljarða í arð. Árið 2020 námu veiðigjöldin 4,8 milljörðum og þó að enn sé ekki vitað með vissu hvernig arðgreiðslur verða hjá fyrirtækjum er hins vegar ljóst að eitt fyrirtæki, Brim, greiddi 2,3 milljarða í arð, helming allra greidda veiðigjalda í landinu.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa greitt 103 milljarða kr. til eigenda sinna í arðgreiðslur
Frá árinu 2010 hafa sjávarútvegsfyrirtæki greitt 103 milljarða kr. til eigenda sinna í arðgreiðslur, tæplega tvöfalt meira en veiðigjöld sama tímabils. Ég tel þess vegna augljóst að við fáum ekki sanngjarna rentu og að núverandi fyrirkomulag ýtir undir óhóflega auðsöfnun á fárra hendur og gerir þeim líka kleift að ná tangarhaldi í mörgum greinum og mjög víða í samfélaginu.
Spurningin er: Telur hæstv. forsætisráðherra þá sem nýta sameiginlegu fiskveiðiauðlindina greiða sanngjarna rentu til samfélagsins?“ Hægt er að horfa á umræðuna hér að neðan: Mínúta 11:00
Discussion about this post