Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu.
Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fjórða fjölmennasta aprílmánuðinn frá því mælingar Ferðamálastofu hófust en brottfarir nú voru litlu fleiri en árið 2016. Þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna og Breta. Brottfarir Íslendinga í apríl voru um 58 þúsund talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær tæplega þrjú þúsund. Brottfarir Íslendinga í apríl eru orðnar álíka margar og þær voru fyrir kórónaveirufaraldurinn en þær mældust tæplega 61 þúsund í apríl 2019. Frá áramótum hafa brottfarir Íslendinga mælst tæplega 136 þúsund.
Umræða