• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru 142 þúsund

ritstjorn by ritstjorn
10. maí 2023
in Ferðaþjónusta, Fréttir, Innlent
0
Ríkið afli tekna og auki velferð
Share on FacebookShare on Twitter
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 142 þúsund í nýliðnum apríl samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða þriðja stærsta aprílmánuð frá því mælingar hófust en brottfarir voru um 93% af því sem þær mældust í apríl árið 2017 og 89% árið 2018. Ríflega tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta.
Brottfarir Íslendinga voru um 56 þúsund eða 90% af því sem þær mældust árið 2017 þegar mest var. 

Bandaríkjamenn og Bretar fjölmennastir

Flestar brottfarir í apríl voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta eða um tvær af hverjum fimm (43,2%). Bandaríkjamenn voru tæplega 38 þúsund talsins eða ríflega fjórðungur (26,6%) og Bretar um 24 þúsund eða 16,6%. Bandaríkjamenn og Bretar hafa verið stærstu þjóðernin í apríl frá árinu 2010.

Brottfarir Pólverja voru í þriðja sæti í nýliðnum apríl eða 6,4% af heild og Þjóðverjar í því fjórða (5,5%). Þar á eftir fylgdu Frakkar (4,1%), Danir (3,3%), Ítalir (3,2%), Spánverjar (2,6%), Norðmenn (2,2%) og Kanadamenn (1,9%)

Brottfarir erlendra farþega janúar-apríl

Frá áramótum hafa 176 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 30,4% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. Um er að ræða álíka margar brottfarir og á tímabilinu janúar-apríl árið 2017, 89% af því sem þær mældust árið 2018 og 97% árið 2019.

Brottfarir Íslendinga

Brottfarir Íslendinga voru um 56 þúsund í apríl eða álíka margar og í sama mánuði og í fyrra (2022). Þegar mest var mældust brottfarir Íslendinga í aprílmánuði um 62 þúsund eða árið 2017. Frá áramótum (jan-apríl) hafa brottfarir Íslendinga mælst um 176 þúsund eða 93% af því sem þær mældust á sama tímabili árið 2018 þegar mest var.

Nánari skiptingu á milli þjóðerna má sjá undir liðnum Gögn/Fjöldi ferðamanna á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is

Niðurstöður um brottfarartalningar má jafnframt nálgast í Mælaborði ferðaþjónustunnar undir liðnum Farþegar.

 

Discussion about this post

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?