Rannsóknarlögreglumaður í höfuðstöðvum lögreglunnar segir nú vera tímamót í rannsókn á hvarfi Madeleine McCann, þegar talskilaboð bárust lögreglumönnum í Scotland Yard
Rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Draycott, sem er lykilmaður í „Operation Grange“, rannsókninni á hvarfi Madeleine árið 2007 í Portúgal, var fyrstur til hjá lögreglunni til að veita fjölmiðlum innsýn í málið.
DC Draycott hóf rannsókn þegar dæmdur barnaníðingur sem er grunaður í máli Madeleine var handtekinn. Hann birti upplýsingar um mikilvæg talskilaboð sem send voru yfirvöldum í Scotland Yard.
Fyrrum kunningi barnaníðingsins Brueckner,- Helge Busching, kom skilaboðum til Scotland Yard árið 2017 er hann talaði inn á símsvara þeirra. Busching hélt því fram að Brueckner hefði deilt með sér upplýsingum varðandi hvarf Madeleine og fullyrti að hann hefði sagt sér að „hún hefði ekki öskrað þegar hann rændi henni“.
DC Draycott sagði fjölmiðlum frá þessum skilaboðum og sagði: „Almenningur getur hringt og veitt okkur upplýsingar í tengslum við „Operation Grange.“ Þessi umræddu skilaboð leiddu til síðar til rannsóknar á Brueckner, af þýskum og portúgölskum yfirvöldum.
Í kjölfar skilaboðanna varð DC Draycott, hluti af Scotland Yard teyminu sem ferðaðist til Aþenu til að yfirheyra Busching, sem nýlega hafði verið sleppt úr grísku fangelsi. Þrátt fyrir að Busching hafi upphaflega hikað við að mæta í skýrslutöku, varð hann að lokum samvinnufús og gaf upplýsingar um þau samtöl sem hann átti við Brueckner á Orgiva-hátíðinni árið 2008.
Þegar DC Draycott var spurður út í loforð um ívilnanir eða greiðslur til Busching, sagði DC Draycott: „Við lofum vitnum engu og við borgum aldrei vitni fyrir upplýsingar.“ Hins vegar var kostnaður greiddur vegna ferða og gistingu Busching.
Í febrúar 2018 flaug Busching til London til að leggja fram formlega skýrslu sem var unnin út frá þeim upplýsingum sem hann hafði þegar veitt. Þrátt fyrir að líða illa á meðan á ferlinu stóð, var Busching staðráðinn í að aðstoða við rannsóknina.