Full orlofsuppbót árið 2021 hjá starfsfólki í einkafyrirtækjum (SA), ríkinu, hjúkrunarheimilum og Reykjavíkurborg er 52.000 kr. og á uppbótin að koma til greiðslu 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót 2021 hjá starfsfólki Hveragerðisbæjar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss er 51.700 kr. og átti uppbótin að greiðast 1. maí. Efling vekur athygli á málinu.
Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok.
Hér er hægt að lesa sér betur til um orlofsuppbótina.